Viðskiptatækifæri í tengslum við breyttar samgöngur milli Íslands og Grænlands

Bæta viðburði í dagatal

Á næstu árum verða umtalsverðar breytingar á samgöngum milli Íslands og Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt stórtækar hugmyndir um stækkun flugvalla og Eimskip og Royal Arctic Line hafa sameinast um að auka tíðni siglinga milli landanna. Meðal annars hefur verið auglýst eftir fyrirtækjum til að annast eftirlit með útboði á flugvallaframkvæmdum. Með þessum breytingum verða til ný tækifæri í ferðaþjónustu, vöruflutningum og frekara samstarfi milli landanna.

Í ljósi þessa fer fram kaupstefna í Nuuk í september 2017. Kaupstefnan er tvíþætt, annarsvegar ráðstefna 5. september þar sem leiðandi aðilar svara því hvaða áhrif þessar breytingar á flutningamöguleikum bæði á láði og í lofti hafa á innflutning/ útflutning, tækniþjónustu og ferðaþjónustu. Leitast verður við að svara hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað þarf að gera til að af verði. Samgönguráðherrar Grænlands og Íslands flytja erindi og kynna sín sjónarhorn. Nánari dagskrá er að finna HÉR.
 
Hinsvegar verður boðið upp á skipulagningu viðskiptafunda milli fyrirtækja 4. og 6. september, en það er kjörið tækifæri til að kanna möguleg viðskipti milli íslenskra og grænlenskra fyrirtækja.  

Tekin hafa verið frá sæti í flugi frá Reykjavík til Nuuk þann 4. september og til baka þann 6. september ásamt hótelherbergjum. Þeir sem vilja nýta sér það hafi strax samband við hópadeild Air Iceland Connect, hopadeild@airicelandconnect.is. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að nýta sér skipulag funda eru beðin um að hafa samband sem allra fyrst.
 
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. 

Að kaupstefnunni standa Aðal ræðisskrifstofa Íslands í Nuuk, Íslandsstofa, Flugfélag Íslands, Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið og Sermersooq Business Council.