Vettvangsferð matvælafyrirtækja til Þýskalands í október

Bæta viðburði í dagatal

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á því að heimsækja ANUGA matvælasýninguna í Köln - sem fram fer dagana 7.-11. október nk. og kynna sér um leið markaðsaðstæður í Þýskalandi fyrir matvæli.

Matvælasýningin Anuga, er ein stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum, haldin á tveggja ára fresti. Sýninguna sækja 7.000 sýnendur frá rúmlega 100 þjóðum og er fjöldi gesta um 160.000 frá um 190 þjóðernum.

SKRÁNING

Um er að ræða heimsókn á sýninguna, vettvangsferðir í smásöluverslanir og fræðslufund um markaðsaðstæður og annað sem viðkemur útflutningi á matvælum til Þýskalands. Þar að auki munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja miðla reynslu sinni af því að stunda viðskipti á markaðnum.

Þátttaka í ferðinni er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki sem hafa hug á að kynna sér matvælageirann í Þýskalandi nánar, komast í tengsl við dreifingaraðila eða hefja útflutning.
Ferðin er skipulögð í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í sendiráðinu í Berlín.

Þátttakendur bóka og greiða sitt flug sjálfir og fyrir ferðir til og frá flugvelli. Íslandsstofa mun taka frá hótelherbergi sem þátttakendur greiða fyrir sjálfir. Boðið verður upp á eina sameiginlega máltíð, aðgang að sýningunni og fundi, ásamt ferðum á milli staða. Kostnaður fer eftir fjölda þátttakenda og verður kr. 50-70.000 á hvert fyrirtæki.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að skrá sig hér að neðan fyrir 1. september. Skráning telst ekki bindandi.

Nánari upplýsingar veita Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is og Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

SKRÁNING