Samnorræn matvælakynning í London helgina 20.-22. október

Bæta viðburði í dagatal

Íslandsstofa vinnur um þessar mundir að skipulagningu samnorræns viðburðar sem mun fara fram í Southbank Centre í London dagana 20.- 22. október 2017. Yfirskrift viðburðarins er The Great Nordic Feast. Markmiðið er að kynna, auk Íslands, Álandseyjar, Danmörku, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noreg og Svíþjóð sem áfangastaði ferðamanna. Kastljósinu verður beint að mat, þar sem matarhefðir eru eitt af því sem sameinar löndin. 

Föstudaginn 20. október munu Ylfa Helgadóttir kokkur og Ágúst Einþórsson bakari, matreiða fyrir Íslands hönd á staðnum, ásamt kokkum frá Svíþjóð og Færeyjum. 

Allir eru velkomnir á viðburðinn og hafa gestir kost á að velja að snæða morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð framreiddan á staðnum, gegn vægu gjaldi. Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn er að finna á vefsíðu Southbank Centre.