Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland standa fyrir norrænni vinnustofu í Mílanó 22. mars nk. Vinnustofan verður haldin í tengslum við svonefnda „Be Nordic“ daga í Mílanó þar sem Norðurlöndin sem ferðaáfangastaðir og norrænn lífstíll verða kynnt.

Íslandsstofa heldur utan um þátttöku íslenskra ferðaþjónustuaðila í vinnustofunni en þar gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig ásamt fulltrúum hinna Norðurlandanna og koma á viðskiptasamböndum við ítalska ferðaþjónustuaðila.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, sigridur@islandsstofa.is