Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni Matka í Helsinki, Finnlandi dagana 17.-19. janúar 2018 á sameiginlegum Íslandsbás. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á finnska markaðinum en á síðasta ári sóttu hana rúmlega 70 þúsund manns. 

Á Matka býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum í Finnlandiog víðar og er Ísland með eigin sýningarbás undir merkjum Inspired by Iceland.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is eða í s. 697 3937.