Kynningarfundur um hraðal í NY fyrir fyrirtæki í skapandi greinum

Bæta viðburði í dagatal

Íslensk sprotafyrirtæki í skapandi greinum eiga kost á að taka þátt í alþjóðlegum hraðli Nordic Innovation House í New York.

Íslandsstofa, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, aðalræðisskrifstofu Íslands í New York og NIH-NY, stendur fyrir kynningarfundi um hraðalinn föstudaginn 12. janúar næstkomandi, kl. 12:00. Á fundinum mun Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, kynna hraðalinn og svara spurningum áhugasamra.

Nánari upplýsingar um hraðalinn má finna hér.

Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík og er öllum opinn - skráning er þó nauðsynleg.