Kynningarfundur: HM 2018 - einstakt tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf

Bæta viðburði í dagatal

Kynningarfundur þriðjudaginn 16. janúar kl. 11.00-12.30 á Hilton Reykjavík Nordica


Íslandsstofa vinnur að því ýta úr vör tímamóta markaðs- og kynningarverkefni, sem nýta á þann mikla meðbyr sem líklegt er að landið njóti í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi. Í verkefninu verða nýttir allir helstu miðlar í markaðsstarfinu á völdum mörkuðum í samráði við helstu hagsmunaaðila og stjórnvöld.

Á fundinum taka til máls Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, George Bryant, eigandi Brooklyn Brothers og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.

Markmið verkefnisins er að styrkja ímynd og orðspor Íslands erlendis, auka áhugann á íslenskum vörum og þjónustu og viðhalda þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár í komu erlendra gesta til landsins.
 
Við köllum eftir þátttöku fyrirtækja í verkefnið, en stjórnvöld eru reiðubúin að leggja allt að 200 milljónir króna til verkefnisins að því gefnu að fyrirtækin komi með annað eins á móti – krónu á móti krónu. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.
 
Gert er ráð fyrir því að hefja verkefnið um miðjan janúar. Kynningarfundur fyrir fyrirtæki verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar kl. 11.00-12.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Boðið verður upp á léttan hádegisverð að fundi loknum.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.

SKRÁNING