Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í fjórtánda sinn dagana 13. til 15. september 2017 í Smáranum í Kópavogi. Sýningunni er ætlað að ná til allra hliða í sjávarútvegi og fiskvinnslu, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og umbúða, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða. Um 150 íslenskir aðilar taka þátt og kynna þjónustu við sjávarútveg, tæki, búnað og afurðir úr hafinu. Samhliða sýningunni verða afhent sjávarútvegsverðlaun. 

Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is og Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is

Opnunartími:

Miðvikudag: 10:00-18:00
Fimmtudag: 10:00-18:00
Föstudag:    10:00-17:00

Nánar á síðu Icefish.is