Íslensk hönnun á FORMEX í Stokkhólmi

Bæta viðburði í dagatal

Sérstakt sýningarsvæði er tileinkað íslenskri hönnun á FORMEX sýningunni sem haldin er í Stokkhólmi dagana 17.-20. janúar nk. Fimm íslensk hönnunarfyrirtæki taka þátt en það eru Dögg Design, FÓLK Reykjavik, North Limited, Studio Berlinord og TAKK home, auk þess sem HönnunarMars verður kynntur á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

FORMEX sýningin er haldin í Stokkhólmi tvisvar á ári, í janúar og ágúst en þar kynna hönnuðir og fyrirtæki nýjungar í hönnun fyrir kaupendum og öðru áhugafólki.

Verkefnið er unnið í samstarfi við FORMEX, Hönnunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Stokkhólmi.