Ísland heiðursgestur á jólamarkaðinum í Strassborg - síðustu forvöð að skrá sig

Bæta viðburði í dagatal

Íslandi hefur boðist að vera heiðursgestur á jólamarkaðinum í Strassborg fyrir jólin 2017. Um er að ræða lítið jólaþorp undir merkjum Íslands þar sem íslenskum fyrirtækjum gefst kostur á að selja ýmsar vörur s.s. handverk, matvæli og drykkjarvörur. Markaðurinn er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu og dregur árlega að sér tvær milljónir gesta, bæði borgarbúa og ferðamenn.
 
Markaðurinn hefst 3. desember og stendur fram til jóla. Mögulegt er að skipta tímabilinu upp milli fyrirtækja. Íslandi býðst aðstaða miðsvæðis á markaðnum á Place Gutenberg, í miðjum gamla bænum. Skipuleggjendur markaðarins útvega þátttakendum aðstöðu og þjónustu þeim að kostnaðarlausu, en þátttakendur bera sjálfir kostnað af ferðum, flutningum og uppihaldi.
 
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til kynningar og markaðssetningar á íslenskum vörum á frönskum markaði og vill Sendiráð Íslands í París kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á þátttöku. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Pálínu Björk Matthíasdóttur hjá sendiráðinu, pbm@mfa.is,
fyrir 5. júlí nk.

Ítarlegar upplýsingar um hátíðina (enska)

Ítarlegar upplýsingar um hátíðina (franska)