Landkynning á jólamarkaðinum í Strassborg - Vilt þú taka þátt?

Bæta viðburði í dagatal

Ísland verður heiðursgestur á jólamarkaðinum í Strassborg í ár en markaðurinn er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu og sækja hann að jafnaði um tvær milljónir gesta. Íslandsstofa vinnur nú að landkynningarverkefni í Frakklandi í tengslum við þátttöku Íslands á markaðnum 24. nóvember – 20. desember nk., í samstarfi við sendiráð Íslands í Frakklandi.

Markmiðið er að kynna Ísland og allt sem íslenskt er í Frakklandi og verður af þessu tilefni m.a. efnt til ýmissa menningarviðburða og matvælakynninga í Strassborg.

Jólaþorp verður á staðnum undir merkjum Íslands þar sem íslensk fyrirtæki munu selja ýmsar vörur s.s. handverk, matvæli og snyrtivörur. Íslandsstofa verður með lítið landkynningarhús í jólaþorpinu og gefst nú áhugasömum tækifæri til að kynna íslenska menningu og hefðir fyrir gestum á  markaðnum. Áhugasamir aðilar geta sótt um að fá úthlutað tíma í húsinu á tímabilinu.

Skráningareyðublað má nálgast hér

Umsóknarfrestur er til 3. nóvember nk.

Frekari upplýsingar veitir Bryndís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, bryndis@islandsstofa.is