Hagnýt vinnustofa - Ábyrg ferðaþjónusta

Bæta viðburði í dagatal

Íslenski ferðaklasinn og Festa - samfélagsábyrgð fyrirtækja efna til vinnustofu um ábyrga ferðaþjónustu fimmtudaginn 16. nóvember nk. Farið verður yfir leiðir til að hrinda markmiðum í framkvæmd og birta þau á vefsíðum fyrirtæksins. Þátttakendur mæta með tölvuna sína og bretta upp ermar. Nokkur fyrirtæki sem vel eru á veg komin munu sýna hvernig þau fara að og kynnt verða gagnleg tól og tæki.

Vinnustofan fer fram kl. 10-12 í húsnæði SAF, Borgartúni 35

Markmið vinnustofu:
– Eftir vinnustofuna geti þátttakendur birt markmiðin á vef sínum.
– Þátttakendum fá hagnýt tól til að setja fram skýr markmið um ábyrga ferðaþjónustu
– Dæmi frá ferðþjónustufyrirtæki sem hafa sett sér markmið

Dagskrá 10.00-12.00

Inngangur: Kynning á fjórum þáttum um Ábyrga ferðaþjónustu
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Ferðaklasanum

Hagnýt tól til markmiðasetningar um Ábyrga ferðaþjónustu
Fyrirlesari kynntur síðar

Unnið í fjórum vinnuhópum að markmiðasetningu:
– Umhverfismarkmið – hvernig ætlum við að virða náttúruna? – Elding með sýnidæmi
– Öryggismál og heilindi – hver er öryggisáætlun okkar og hvernig komum við fram við ferðafólk af heilindum? – Bílaleiga Akureyrar með sýnidæmi
– Réttindi starfsfólks – hver er mannauðsstefna okkar? – Farfuglar með sýnidæmi
– Jákvæð áhrif á nærsamfélagið – hvernig er samfélagsstefna okkar? – Friðheimar með sýnidæmi

Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, Festu

Skráning fer fram hér