Tveggja daga námskeið ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica dagana 31. maí og 1. júní nk.
 
Námskeiðið er í umsjón Kevin Walls frá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu EAS Consulting Group sem hefur 27 ára reynslu af því að starfa með FDA (Food and Drug Administration) og hefur því af mikilli reynslu og þekkingu að miðla í þessum málaflokki. Sjá nánari upplýsingar um ráðgjafann hér
 
Þátttökugjald per þátttakanda er 49.000 kr. Heimilt er að aðilar innan sama fyrirtækis skiptist á að sitja einstaka hluta námskeiðsins. Eins er mögulegt að skrá fleiri en einn þátttakanda frá hverju fyrirtæki á allt námskeiðið og er þá veittur 20% afsláttur á hvern þann sem kemur aukalega. Sjá dagskrá hér
 
Skrá mig
Skrá annan þátttakanda 

Íslandsstofa stendur að námskeiðinu í samvinnu við Samtök heilbrigðisiðnaðarins (SHI).
Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is


 
Íslandsstofa og SHI stóðu í vor fyrir kortlagningu fyrirtækja í heilbrigðistækni hér á landi. Tilgangurinn var að skoða stöðu fyrirtækjanna varðandi útflutning, helstu markaðssvæði, þarfir, hindranir og tækifæri. Niðurstöður leiddu í ljós að flest fyrirtækin töldu mikla þörf á bættri þekkingu um reglur og kröfur sem gilda um heilbrigðistækni á erlendum mörkuðum, sér í lagi í Bandaríkjunum. Í framhaldinu var ráðist í að finna aðila sem gætu uppfyllt þessar þarfir og dagskrá var sett saman í samvinnu fyrir fyrirtækin.