Fimmtudaginn 23. febrúar býður Íslandsstofa til fundar um kynningar- og markaðsstarf erlendis á Íslandi sem áfangastað. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 10-12. Þar verður skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Íslandsstofu, Höfuðborgarstofu og markaðsstofa landshlutanna. Sjá dagskrána hér að neðan.

Boðið verður upp á beint streymi frá fundinum fyrir þá sem ekki komastHér má nálgast hlekkinn

Einnig verður greint frá niðurstöðum úr nýrri viðhorfsrannsókn um viðhorf á erlendum mörkuðum gagnvart Íslandi sem áfangastað. Þá verða kynntar niðurstöður nýlegrar spurningakönnunar sem send var út til erlendra ferðasöluaðila sem eru á póstlista Íslandsstofu. 

Nánar um markaðsverkefnið Ísland - allt árið


 

Skráning á viðburð