Flosi Eiríksson
Verkefnisstjóri, ráðgjöf og fræðsla

Útflutningsverkefnið (ÚH) er fyrir fyrirtæki sem vilja vinna markaðs- og aðgerðaáætlun inn á tiltekinn markað erlendis. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og stuðning frá ráðgjafa við að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd.

Verkefnið er fyrir fyrirtæki sem eru að stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt. Lögð er áhersla á gerð markaðs- og aðgerðaáætlunar fyrir þá vöru eða þjónustu sem á að markaðssetja. Útbúin er verkfærakista fyrir hvern og einn, sem samanstendur af mikilvægum gögnum og þekkingu í erlendri markaðssetningu. 

Haldnir eru alls sex tveggja daga vinnufundir yfir fjögurra mánaða tímabil frá miðjum janúar til loka maí. Af þessum tólf dögum eru þrír valkvæðir.

Þátttökugjald er 420.000 krónur sem greitt er með þremur jöfnum greiðslum. Innifalið er öll aðkeypt sérfræðiþjónusta á sameiginlegum vinnufundum, persónuleg ráðgjöf á milli funda ásamt öllum fundarkostnaði, þar með talinn gistikostnaður vegna þeirra funda sem haldnir eru úti á landi. 

ÚH verkefnið er haldið í samstarfi við Félag kvenna í atvinnulífinu, Landsbankann, Nýsköpunarsjóð, og Samtök Iðnaðarins.

Umsóknareyðublað  

 

Kynningarbæklingur um verkefnið

Umsagnir þátttakenda 

Meðfylgjandi myndbönd eru viðtöl við þátttakendur frá níu mismunandi fyrirtækjum úr ólíkum atvinnugreinum: