Sendiráð Íslands
 

  • Noregi - Osló
  • Karí Jónsdóttir
  • Viðskiptafulltrúi
  • Stortingsgaten 30, 0244 Oslo
  • Sími:  +47 2323-7530
  • IP sími: 545 7771
  • Fax: +47 2283-0704
  • Vefur sendiráðsins: www.iceland.is/no/
  • Viðskiptafulltrúi: kari.jonsdottir@mfa.is

Lykiltölur um Noreg

Almennar upplýsingar Alþjóðabankans um Noreg og helstu hagstærðir.

Íslandsstofa hefur einnig tekið saman lykiltölur yfir helstu útflutningsmarkaði Íslands. Þar koma meðal annars fram verg landsframleiðsla per einstakling, verðbólga, atvinnuleysi og fleiri upplýsingar sem nýtast þeim sem eru í viðskiptum við viðkomandi lönd.  

Menningarlæsi Noregur - Samanburður á Íslandi.

Noregur og Ísland eru á svipuðum slóðum hvað varðar hlutverk einstaklings í samfélaginu. Báðar þjóðir leggja áherslu á að einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér. Hópurinn/samfélagið hefur þó töluvert vægi í báðum löndum enda margar fámennar byggðir og sveitafélög í þeim báðum og það hvetur til ákveðinnar, að menn passi upp á hvern annan. Fjölskyldan skiptir miklu máli, er hornsteinn samfélagsins. Meira

Að hefja rekstur í Noregi

Hér má finna grunnupplýsingar  fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem hyggja á markaðssókn í Noregi.  Athugið að hér eru einungis talin upp helstu atriði þegar kemur að stofnun fyrirtækis og eru upplýsingarnar engan veginn tæmandi. Frekari upplýsingar og nákvæmar leiðbeiningar um allt það sem viðkemur stofnun reksturs á norska markaðinum er að finna, bæði á ensku og norsku, á þjónustusíðu hins opinbera fyrir atvinnulífið í Noregi Altinn.no

Undirbúningur

Mælt er eindregið með góðri undirbúningsvinnu áður en haldið er á nýjan markað. Athuga aðstæður, keppinauta og fleira og útbúa markaðs- og rekstraráætlanir. Þegar taka á fyrstu skrefin á erlendum markaði getur reynst flókið að finna hvar skuli byrja. Hafa má samband við viðskiptafulltrúa sendiráðsins og sjá hvort hann hafi einhverjar upplýsingar sem nýtast þínum rekstri. Annar góður byrjunarreitur er viðskiptaskrifstofa viðkomandi sveitarfélag þar sem hefja á rekstur en fjölmörg af stærri sveitarfélögum í Noregi eða samstarfs aðilar þeirra bjóða nýliðum á markaði ráðgjöf um markaðssókn t.d. í formi stuttra námskeiða á ensku um stofnun fyrirtækis.

Gagnlegar upplýsingar má líka finna á Innovasjon Norge. Bankar, birgjar, bókarar og lögfræðingar geta einnig oft veitt verðmætar upplýsingar og aðstoð í undirbúningnum. Í flestum tilvikum er nauðsýnlegt að leita aðstoðar hjá endurskoðanda, sérstaklega ef stofna á norskt félag.

Í ákveðnum tilfellum þarf að athuga hvort sérstakt leyfi þurfi fyrir starfseminni/vörunni en hér má finna umsóknir um leyfi fyrir ýmsar atvinnugreinar og störf. 

Eins og á Íslandi eru nokkrar gerðir af félagaformum og eru lögin og reglurnar varðandi þau svipuð í Noregi og á Íslandi. Mikilvægt er þó að kynna sér vel norsku reglurnar. Helstu félagaform eru Einstaklingsfirma (Enkeltpersonforetak), Einkahlutafélag (Aksjeselskap) og útibú erlendra félaga í Noregi (Norskregistrert Utenlandsk Foretak). Þau tvö síðarnefndu AS og NUF eru algengasta valið fyrir íslensku fyrirtækin sem hafa ákveðið að stofna norskt félag. Hér er nánara yfirlit og útskýringar á norskum félagaformum.

Það er ekki krafa um að vera búsettur í Noregi til að setja upp starfsemi í landinu en ábyrgðarmaður það þarf að hafa svokallað D-númer og póstfang fyrir starfsemina í Noregi. Ef félagið er ekki með neina starfsmenn í landinu og ábyrgðamaður sjálfur búsettur erlendis  þá þarf að skrá norskan fulltrúa fyrir fyrirtækið sem er ábyrgur fyrir greiðslu skatta og gjalda. Íslendingar og aðrir innan norðurlandanna þurfa ekki að skrá einstaklingsfirma hjá lögreglu eða þjónustumiðstöð fyrir erlenda starfsmenn eins og aðrir utan norðurlanda þurfa að gera.

Upphaf reksturs

Þegar undirbúning er lokið þarf að hefjast handa við að skrá fyrirtækið hjá fyrirtækjaskrá (Brønnøysund registrene) og ef þinn rekstur er með virðisaukaskylda vöru/þjónustu þarf að tilkynna um það og einnig ef þú ætlar að ráða starfsfólk. Nafn fyrirtækis þarf að skrá sérstaklega.

Leyfilegt er að sjá um sitt eigið bókhald sjálfur svo lengi sem það er rétt gert, en margir kjósa að úthýsa þeim hluta rekstursins til að spara tíma og vera viss um að allt sé rétt gert. Þá þarf að tilkynna um hver sér um bókhaldið og sá aðili þarf að staðfesta að hann eða fyrirtækið hans sjái um það til viðkomandi lögaðila (Enhetsregisteret). Almenna reglan er að fyrirtæki með bókhaldsskyldu eru einnig með skyldu að skila endurskoðuðum árskýrslum þannig nauðsýnlegt er að kynna sér þau mál. Svipaðar reglur eru í Noregi og Íslandi varðandi lífeyrissjóði sem þarf að kynna sér.

Hægt er að sækja um einkaleyfi í gegnum www.altinn.no. Norska einkaleyfastofan, Patentstyret eða NIPO (Norwegian Industrial Property Office) gefur allar nánari upplýsingar um einkaleyfis umsóknir í Noregi, Evrópu og alþjóðlega.

 Stofnuð fyrirtæki verða að fylgja lögum og reglum sem varða hið opinbera, eigin stjórnir, starfsmennina sína og aðra aðila. Þó keypt sé utanaðkomandi bókhaldsþjónustu þá er fyrirtækið sjálft og ábyrgðarmenn þess ábyrgt fyrir að öll bókhaldsgögn séu rétt sem og borgun beinna og óbeinna skatta. Þannig gott er að kynna sér vel allar skattareglur varðandi sinn rekstur. Einnig þarf að passa upp á öll réttindi starfsfólks og þær reglur má nálgast hjá NAV og Arbeidstilsynet.

Lokun

Lokanir og afskráningu á fyrirtækjum þarf alltaf að tilkynna með samræmdu tilkynningar formi (Samordnet registermelding) til Brønnøysund registrene. Ef um gjaldþrot er að ræða þá gilda gjaldþrotalög sem fara ber eftir.

Ítrekað er að hér er einungis stiklað á stóru og eru þessar leiðbeiningar hugsaðar til að hjálpa af stað þeim sem hyggja á rekstur í Noregi. Margt er svipað og á Íslandi en ekki er hægt að taka því sem gefnu og því mikilvægt að kynna sér norsk lög og reglur í þaula og passa að skrá allt rétt frá byrjun því það getur sparað mikinn tíma og vesen þegar fram í sækir.

Heimild: www.altinn.no

Almennir frídagar

Smellið hér til að sjá yfirlit yfir almenna frídaga í Noregi 2017