Sendiráð Íslands í Peking

  • Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi
  • 802 Landmark Tower 1, 83rd Ring Road North,Beijing, P.R.China 100004
  • Sími:  +86 10 6590 7795/
  • IP sími: 545 7962 /
  • Vefur: www.iceland.is/cn/
  • Netfang: yang@mfa.is

Made in Iceland - markaðstengt verkefni

Tilgangur Made in Iceland verkefnisins er að leita uppi tækifæri í Kína til að kynna vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja og greiða leið þeirra við að koma á viðskiptasamböndum. Verkefnið er samstarfsverkefni sendiráðs Íslands í Kína, Íslandsstofu og viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins og er ætlað íslenskum fyrirtækjum sem hafa áhuga og getu til útflutnings á einn stærsta neytendamarkað heims. Verkefnið, sem er til tveggja ára í senn, hófst formlega í apríl 2009 og vegna mikils áhuga hefur það verið endurnýjað í tvígang. Nýtt verkefni hófst 2016.

Lykiltölur um Kína


Almennar upplýsingar Alþjóðabankans um Kína (Country Profile) og helstu hagstærðir.

Íslandsstofa hefur einnig tekið saman lykiltölur um helstu útflutningsmarkaði Íslands. Þar koma meðal annars fram verg landsframleiðsla per einstakling, verðbólga, atvinnuleysi og fleiri upplýsingar sem nýtast þeim sem eru í viðskiptum við viðkomandi lönd.

Viðskiptamenning


Ísland setur einstaklinginn mun ofar en Kína sem leggur meiri áherslu á að hópurinn komi fyrst. Ákvarðanataka í Kína er lengra ferli sem fleiri koma að og því mikilvægt að sýna þolinmæði. Fulltrúar Kína í samningaviðræðum þurfa sömuleiðis mjög líklega að ráðfæra sig við baklandið heima fyrir í stað þess að taka endanlegar ákvarðanir á staðnum. Hópnum fylgir vald, því fleiri sem eru í för með þér, því valdameiri ert þú.  Meira

Almennir frídagar

Hér má sjá almenna frídaga í Kína árið 2017.