Hvaða form er á upprunasönnunum í fríverslunarsamningi milli Íslands og Kína?


Til að njóta tollfríðinda samkvæmt fríverslunarsamningnum við Kína þarf að leggja fram sönnun á uppruna. Sönnun á uppruna getur bæði verið upprunavottorð sem gefið er út af embætti tollstjóra eða upprunayfirlýsing sem aðeins viðurkenndir útflytjendur geta gefið út. Ef virði upprunavara í vörusendingu fer ekki yfir $ 600 má falla frá kröfu um framvísun upprunasönnunar.

Athugaðu að form upprunavottorðs og –yfirlýsingar vegna þessa samnings er frábrugðið því sem þekkist vegna annarra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. 

Nánar um upprunareglur í 3. kafla samningsins og sérstaklega um upprunasannanir og viðurkennda útflytjendur í greinum 35-40.