Flosi Eiríksson
Verkefnisstjóri, ráðgjöf og fræðsla
Andri Marteinsson
Forstöðumaður, iðnaður og þjónusta

Útflutningur er spennandi tækifæri til þess að víkka út starfsemi fyrirtækis og auka gjaldeyristekjur þess. Með útflutningi er ekki aðeins átt við áþreifanlegar vörur heldur einnig alla þjónustu á borð við; ferðaþjónustu, þekkingarmiðlun og sérfræðiþekkingu sem getur skapað gjaldeyristekjur.

Hvenær er tímabært að hefja útflutning?

Þegar stefnt er að útflutningi er það ekki eingöngu spurning um landfræðilega framlengingu á starfsemi fyrirtækis heldur þurfa eigendur þess að vera tilbúnir að:

 • Víkka sjóndeildarhringinn og tileinka sér ákveðnar hugarfarsbreytingar.

 • Velta fyrir sér hvort fyrirtækið sé tilbúið í útflutning með tilliti til vöru, þjónustu, framleiðslu, markaðssetningar, verðlagningar, skuldbindingar og ábyrgðar til uppbyggingar á viðskiptasamböndum.

 • Aðlaga starfsemi fyrirtækisins að markaðstækifærum erlendis og vita hvar varan muni standa í þeirri samkeppni.

 • Gera sér grein fyrir hvaða kosti varan hefur umfram aðra sambærilega kosti; til dæmis hvað varðar eiginleika, verð, gæði, hönnun og ýmiss leyfi og vottanir.

Skrefin sem þarf að hugsa um í útflutningsferlinu eru:

 1. Val á útflutningstækifærum
  Kanna hvar tækifærin liggja miðað við stöðu og fyrirætlanir fyrirtækisins.

 2. Val á rétta markaðnum 
  Rannsaka þau markaðssvæði og markhóp sem ætlunin er að selja til.

 3. Val á dreifileiðum
  Ákveða hvaða dreifileiðir eru hagkvæmastar og helst færar inn á markaðinn.

 4. Heimsókn á markað
  Hrinda markaðs- og aðgerðaráætluninni í framkvæmd með heimsókn. 

 5. Eftirfylgni
  Rannsaka hvernig til hafi tekist og hvort aðlaga þurfi vöruna að breyttum forsendum.

Hafðu samband, Andri Marteinsson mun taka vel á móti fyrirspurnum frá þér.