Það er nauðsynlegt fylgjast vel með því hvernig markaðsstarfið gengur og fylgja eftir þeirri vinnu sem unnin hefur verið.

  • Meta reynsluna af heimsókn á markað svo hægt sé að nýta hana fyrir áframhaldandi markaðsstarf.
  • Rækta vel þau viðskiptasambönd sem myndast, því ekki er öruggt að markaðsetning heppnist í fyrstu atrennu. Þá getur verið gott að eiga góða að til að auðvelda aðra atlögu
  • Endurskoða þarf hvort þörf sé á að aðlaga vöru að nýjum markaði til að ná þar betri fótfestu.
  • Mikilvægt að fylgjast vel með vexti, stefnum og nýjum tækifærum á viðkomandi markaði.

Íslandsstofa getur aðstoðað þig með eftirfylgni

Andri Marteinsson mun taka vel á móti fyrirspurnum frá þér.