Andri Marteinsson
Forstöðumaður, iðnaður og þjónusta

Góð grundvallarþekking og undirbúningur geta ráðið úrslitum þegar kemur að sókn á nýja markaði. Kynntu þér útflutningsferlið frá A-Ö og skoðaðu vel þau verkefni og aðstoð sem í boði er.

Útflutningsferlið

Útflutningur er spennandi tækifæri til þess að víkka út starfsemi fyrirtækis og auka gjaldeyristekjur þess. Góð grundvallarþekking og undirbúningur geta ráðið úrslitum og það skiptir máli að þekkja tækifærin, velja rétta markaðinn, og hagkvæmustu dreifileiðirnar.  

Kynntu þér hvernig útflutningsferlið gengur fyrir sig

Útflutningsverkefnið (ÚH)

Útflutningsverkefnið (ÚH) er fyrir fyrirtæki sem vilja vinna markaðs- og aðgerðaáætlun inn á tiltekinn markað erlendis. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og stuðning frá ráðgjafa við að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd.

Nánari upplýsingar um ÚH

Handleiðsluverkefnið Útstím

Tilgangur verkefnisins er að aðstoða fyrirtæki við að finna samstarfsaðila og viðskiptavini á markaði erlendis. Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafa á helstu markaðssvæðum og skiptist í tvo hluta. Byrjað er á að kanna markaðinn og möguleg tækifæri og í framhaldi vinna fyrirtæki og ráðgjafi að því í sameiningu að leiða saman rétta aðila. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hafa góða reynslu af þátttöku í verkefninu og eru dæmi þess að fyrirtæki taki þátt oftar en einu sinni. 

Nánari upplýsingar um Útstím

Vinnustofur og fræðslufundir

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum og fræðslufundum sem hafa það að markmiði að byggja upp almenna þekkingu á útflutningi. Þessir viðburðir geta reynst fyrirtækjum sem ætla sér á markað erlendis mikilvægt innlegg í þeirra vinnu.

Viðburðir á vegum Íslandsstofu