Flosi Eiríksson
Verkefnisstjóri, ráðgjöf og fræðsla

Aðallína er fyrir fyrirtæki sem vilja komast með vöru og/eða þjónustu inn á erlendan markað en hafa enga eða litla reynslu af útflutningi. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar markaðs- og útflutningsáætlanir inn á valinn markað og stuðning frá ráðgjafa við að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd. Farið er með hagnýtum hætti í gegnum tíu áfanga ferli sem inniheldur innleiðingu og eftirfylgni á markaði. Hægt er að hefja vegferðina nánast hvenær sem hentar en áætlað er að ferlið í heild sinni taki fyrirtæki 2-4 mánuði.

Umsóknarferlið

1. Sótt er um þátttöku í verkefninu „Aðallína“ með því að fylla beiðni sem má finna hér sem berst sjálfkrafa til Íslandsstofu.

2. Starfsmaður Íslandsstofu hefur samband innan 2ja virkra daga og í framhaldinu er fyrirtæki beðið um að senda nánari upplýsingar áður en hægt er að taka formlega afstöðu til umsóknarinnar.

3. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir er umsóknin formlega tekin fyrir af stýrihópi verkefnisins innan 3ja virkra daga. Ef eitthvað vantar upp á að fyrirtækið fái inngöngu í verkefnið fær það tækifæri til að bæta úr því og er umsóknin þá tekin fyrir á nýjan leik.

Hér má finna umsóknareyðublað

Framkvæmdin

Þegar umsókn fyrirtækis í verkefnið hefur verið samþykkt skrifar fyrirtæki undir samning við Íslandsstofu sem inniheldur skyldur allra aðila sem koma að verkefninu.

Hver áfangi inniheldur vefnámskeið og á milli áfanga vinnur fyrirtæki inn í markaðs- og útflutningsáætlun en reglulega er fundað með úthlutuðum ráðgjafa hérlendis sem aðstoðar fyrirtæki við vinnuna.

Í þriðja áfanga er byrjað að vinna með ráðgjafa erlendis við að finna hvort möguleiki sé fyrir vöruna/þjónustuna á að komast inn á þann markað sem óskað var eftir að kanna og þá með hvaða hætti. Útkoman úr þeirri vinnu er u.þ.b. tveggja blaðsíðna skýrsla þar sem farið er yfir helstu hindranir og tækifæri á markaðnum ásamt tillögu að inngönguleið.

Í síðasta áfanganum „Innleiðing og eftirfylgni“ eru svo markaðs- og útflutningáætlanir fullgerðar og aðgerðaráætlun til næstu mánaða skilgreind. Teknar eru ákvarðanir m.a. um það hvort tímabært sé

að hefja markaðssetningu inn á valinn markað, leita að rétta samstarfsaðilanum og fá fundi með mögulegum samstarfsaðilum á markaði.

Kostnaður

Þátttaka í Aðallínu kostar hvert þátttakandi fyrirtæki 135.000 kr. Íslandsstofa borgar sömu upphæð á móti þeim fyrirtækjum sem uppfylla þátttökuskilyrði í verkefninu. Innifalið í kostnaði er m.a. aðgangur að öllu efni, ráðgjöf og markaðsskönnun sem ein og sér kostar fyrirtæki 90.000 kr.