Flosi Eiríksson
Verkefnisstjóri, ráðgjöf og fræðsla

Fundir með væntanlegum samstarfsaðilum

Forsenda þess að fá aðstoð við að setja upp fundi með hentugum aðilum er að fyrirtæki sé búið að taka þátt í verkefninu „Leit að samstarfsaðila“.

Ráðgjafi aðstoðar fyrirtæki við að setja upp fundi með 2-6 af þeim 10-15 aðilum sem búið er að forgangsraða sem mögulega samstarfsaðila. Hlutverk ráðgjafa er að finna réttu tengiliðina innan fyrirtækjanna og setja sig í samband við þá til að ná þeim fundum sem stefnt er á.

Þátttakendur fara síðan á eigin vegum á þessa fundi og reyna að ná samningum við væntanlega samstarfsaðila. Fátt kemur í staðinn fyrir persónuleg samskipti en þó verður að hafa í huga hvort hægt sé að funda með öðrum hætti til að spara ferðina.

Sum ráðgjafafyrirtækin bjóða upp á að vera fyrirtækjum innan handar á markaði og rukka þá sérstaklega fyrir það. Fyrirtækjum býðst að hafa starfsmann Íslandsstofu sér innan handar við að semja við ráðgjafafyrirtækin en Íslandsstofa fer fram á að slík verðskrá sé mjög gagnsæ.

Tímarammi

Þegar forgangsraðaður listi 10-15 aðila liggur fyrir tekur það 1-2 vikur að setja upp 2-6 fundi.

Ath! Þarfir og kröfur fyrirtækja geta verið mjög mismunandi og því geta sum verkefni tekið lengri tíma.

Kostnaður

Leit að samstarfsaðila og að setja upp 2-6 fundi kostar hvert þátttakandi fyrirtæki 155.000 kr. og greiðir Íslandsstofa sömu upphæð á móti.