Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri, iðnaður og þjónusta/ráðgjöf og fræðsla
Flosi Eiríksson
Verkefnisstjóri, ráðgjöf og fræðsla
Andri Marteinsson
Forstöðumaður, iðnaður og þjónusta

Íslandsstofa býr að mikilvægum tengslum utan landsteinanna sem nýst geta fyrirtækjum á mismunandi stöðum í sókn á erlendum mörkuðum.

Ráðgjafafyrirtæki

Íslandsstofa hefur gert samninga við erlend ráðgjafafyrirtæki sem m.a. sérhæfa sig í að aðstoða einstaka fyrirtæki við að skoða markaði og koma mönnum í réttu tengslin á viðkomandi markaði.

Þessir ráðgjafar eru í Skandinavíu, Bretlandi, Þýskalandi, Kanada og Bandaríkjunum.

Sjá nánar hér

Viðskiptafulltrúar

Viðskiptafulltrúar eru starfandi í tíu sendiráðum Íslands víðvegar um heiminn og bjóða upp á ýmsa þjónustu sem getur verið gott að nýta sér þegar menn vilja vaxa enn frekar á markaði. Íslandsstofa býður einnig upp aðgengi að netverki Íslendinga sem eru í rekstri erlendis og hafa því bæði þekkingu og reynslu sem mögulega getur nýst öðrum fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á sama markaði.

Nánar um þjónustu viðskiptafulltrúa.

Hafðu samband við Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur eða Andra Marteinsson til að fá nánari upplýsingar.