Inspired by Iceland

Aðstoð á markaði

Í samstarfi við sérfræðinga heima og erlendis aðstoðar Íslandsstofa fyrirtæki við að afla viðskiptasambanda og ná fótfestu á erlendum mörkuðum. Farnar eru viðskipta- og könnunarferðir á markað undir leiðsögn Íslandsstofu og víðtækt net viðskiptafulltrúa og ráðgjafa víða um heim er nýtt til að koma á viðskiptum.

Viðskiptafulltrúar
Viðskiptafulltrúar eru nú starfandi í átta sendiráðum víðsvegar um heiminn en þeirra helstu styrkleikar eru víðtæk reynsla og þekking á staðháttum og öflugt tengslanet sem nýst getur íslenskum fyrirtækjum.

Útstím - öflug sókn á erlendan markað
Markmið ráðgjafarverkefnisins Útstím er að aðstoða fyrirtæki við að ná fótfestu á erlendum markaði fyrir sínar vöru og þjónustu. Unnið er náið með erlendum ráðgjafa við að setja upp fundi með tilvonandi samstarfsaðilum íslenska fyrirtækisins.

Viðskiptasendinefndir
Markmið viðskiptasendinefnda er að leita viðskiptatækifæra, efla tengslin við fyrirtæki og koma á nýjum samböndum erlendis. Viðskiptasendinefndir opna íslenskum fyrirtækjum dyr að nýjum mörkuðum og hafa skilað þeim góðum árangri.

Sýningar
Íslandsstofa er leiðandi í skipulagningu á þátttöku íslenskra fyrirtækja í vörusýningum og kaupstefnum ytra og gegna þær mikilvægu hlutverki í markaðssetningu fyrirtækja erlendis. Skipulagðar eru m.a. sýningar fyrir söluaðila sjávarfangs, framleiðendur á vörum og tækjum í veiðum og vinnslu, hugbúnaðarfyrirtæki, hönnuði, hestaútflytjendur, ferðaþjónustufyrirtæki ofl.

Opinber útboð
Íslandsstofa safnar og miðlar upplýsingum um útboð í öðrum löndum með það að markmiði að opna augu fyrirtækja fyrir þeim tækifærum sem geta falist í þátttöku í útboðum erlendis.

Umboðs- og dreifiaðilar
Fyrirtæki sem hafa ákveðið að selja vöru inn á erlenda markaði standa frammi fyrir nokkrum valkostum um hvernig er best að standa að því. Einn af þessum valkostum er samstarf við aðila sem þegar eru til staðar á markaði.
 

 

Íslandsstofa  |  Sundagarðar 2, 104 Reykjavík  |  Sími 511 4000  |  Fax 511 4040  |  Afgreiðslutími: 8.30-16.30  |  islandsstofa@islandsstofa.is