Viðskiptafulltrúi Íslands í Peking til viðtals

Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Peking, Kína, verður til viðtals fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi fyrir þá sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð

Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Mongólía, Víetnam, Kambódía, Laos og Norður-Kórea.

Þeir sem vilja skrá sig í viðtal eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar veita Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, gunnhildur@islandsstofa.is og Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is