Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Fulltrúar Norrænu sendiráðanna og annarra aðstandenda Nordic Innovation House við opnunina í New York.
Fulltrúar Norrænu sendiráðanna og annarra aðstandenda Nordic Innovation House við opnunina í New York.

Nýtt norrænt fyrirtækjasetur, Nordic Innovation House, hefur verið opnað í New York. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrirtækjasetrið fyrir hönd Íslands. Í setrinu geta lítil og meðalstór, fyrirtæki sem hyggjast sækja á Bandaríkjamarkað, fengið aðstöðu, ráðgjöf og staðbundið tengslanet.
Verkefnið er leitt af aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í samstarfi við Íslandsstofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Upplýsingar um fyrirtækjasetrið í New York og svipaða aðstöðu á vegum Nordic Innovation House í Silicon Valley veitir Andri Marteinsson (andri@islandsstofa.is) hjá Íslandsstofu.

Allar nánari upplýsingar um verð, aðbúnað og kröfur til fyrirtækja, er að finna á á vef Nordic Innovation House.

Hægt er að sækja um aðstöðu í Nordic Innovation House á vefnum.