Íslensk fyrirtæki á jarðvarmaráðstefnu í Mexíkó

Frá undirritun samstarfssamnings á milli íslenska Jarðvarmaklasas og systurklasa hans í Mexíkó.
Frá undirritun samstarfssamnings á milli íslenska Jarðvarmaklasas og systurklasa hans í Mexíkó.

Átta íslensk fyrirtæki, auk fulltrúa Jarðvarmaklasans, tóku á dögunum þátt í jarðvarmaráðstefnunni GEOLAC með stuðningi Íslandsstofu. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í Mexíkó en viðfangsefni hennar eru fjárfestingar og verkefni á sviði jarðvarma í Rómönsku-Ameríku og eyjunum í Karíbahafi.

Á GEOLAC gefst fulltrúum fyrirtækja, stjórnvalda og annarra hagaðila tækifæri til að ræða samstarf og nýtti íslenski hópurinn það vel. Á sameiginlegum bási kynnti hann þjónustu fyrirtækjanna og áratuga reynslu Íslendinga af nýtingu jarðvarma. Þá undirrituðu fulltrúar Jarðvarmaklasans samstarfssamning við jarðvarmaklasann í Mexíkó um aukið samstarf m.a. á sviði rannsókna og menntunar.