Gulleggið fagnar 10 ára afmæli

S. Stefánsson & Co. tóku við sérverðlaunum Íslandsstofu úr hendi Flosa Eiríkssonar, verkefnastjóra ráðgjafar og fræðslu.
S. Stefánsson & Co. tóku við sérverðlaunum Íslandsstofu úr hendi Flosa Eiríkssonar, verkefnastjóra ráðgjafar og fræðslu.

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fagnaði 10 ára afmæli á dögunum en keppnin er haldin á vegum Icelandic Startups í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Bifröst og Listaháskóla Íslands með stuðningi lykilaðila í íslensku atvinnulífi. Íslandsstofa hefur verið í hópi samstarfsaðila keppninnar frá upphafi og veitir þar sérstök útflutningsverðlaun.

Í ár sigraði Gulleggið viðskiptahugmyndin Safe Seat sem er fjaðrandi bátasæti sem verndar hryggsúluna í erfiðu sjólagi. Í öðru sæti lenti S. Stefánsson & Co. sem hanna hágæða útivistarfatnað einangraðan með íslenskum æðardún. S. Stefánsson & Co. hlutu jafnframt útflutningsverðlaun Íslandsstofu eða sæti í aðallínu Útlína - nýju útflutningsverkefni Íslandsstofu sniðnu að fyrirtækjum á frumstigum útflutnings. Í þriðja sæti frumkvöðlakeppninnar var hugmyndin Project Monster sem er einstaklingsmiðaður námsleikur sem eykur færni og skilning og er ætlað að veita skólum forskot inn í framtíðina. 

Alls bárust 125 hugmyndir í keppnina í ár sem gerir þær yfir 2.300 frá upphafi. Sem fyrr höfðu 10  hugmyndir verið valdar í úrslit og kynntu aðstandendum þeirra þær á úrslitakvöldinu. Þess má geta að af þeim 100 fyrirtækjum sem lent hafa í úrslitahópi keppninnar til þessa er tæplega helmingurinn enn starfandi og hafa þau skapað yfir 300 störf.

Sjá nánar um Gulleggið hér