Fyrirtækjasetrið NIH-NY kynnt í Norræna húsinu

Samnorræna fyrirtækjasetrið Nordic Innovation House var kynnt á vel sóttum fundi í Norræna húsinu á dögunum. Þar fór Silve Parviainen, framkvæmdastjóri, yfir starfsemi fyrirtækjasetursins auk þess sem Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi, kynnti hraðal fyrir fyrirtæki á sviði skapandi greina.

Í setrinu geta lítil og meðalstór, fyrirtæki sem hyggjast sækja á Bandaríkjamarkað, fengið aðstöðu, ráðgjöf og staðbundið tengslanet. Um er að ræða samstarfstarfsverkefni aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og utanríkisráðuneytisins.

Fundurinn hófst á ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Kom hann m.a. inn á hve jákvæð opnun hins samnorræna fyrirtækjasetur í New York væri í tengslum við sókn íslenskra fyrirtækja á mörkuðum í vestri og hvatti fólk áfram. Hin finnska Silve Parviainen, framkvæmdastjóri NIH-NY, kynnti þessu næst starfsemi fyrirtækjasetursins og Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í N-Ameríku, kynnti í kjölfarið hraðal fyrir fyrirtæki á sviði skapandi greina. Fundinum stýrðu Berglind Hallgrímsdóttir, NMÍ, og Andri Marteinsson, Íslandsstofu.

Glærur frá fundinum má nálgast hér (Silve Parviainen) og hér (Hlynur Guðjónsson).

Þegar er hægt að sækja um aðstöðu í Nordic Innovation House á vefnum. Nánari upplýsingar um verð, aðbúnað og kröfur til fyrirtækja, er að finna á vef setursins Nordic Innovation House.

Frekari upplýsingar um fyrirtækjasetrið í New York og svipaða aðstöðu á vegum Nordic Innovation House í Silicon Valley má nálgast hjá Andra Marteinssyni (andri@islandsstofa.is), Íslandsstofu.