Fundur 18. apríl um vottanir og upprunamerkingar matvæla

Opinn fundur miðvikudaginn 18. apríl kl. 10.00-12.30 á Icelandair hótel Reykjavík Natura 

Íslandsstofa boðar til fundar um gildi þess að nýta vottanir og upprunamerki í markaðssetningu á íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum. Kynnt verður greining á stöðu og tækifærum í notkun vottana og upprunamerkja og fulltrúar frá íslenskum og erlendum matvælafyrirtækjum greina frá sinni reynslu á þessum vettvangi. Í lokin verða hringborðsumræður með þátttöku fyrirlesara og annarra sérfræðinga um afmörkuð málefni.

Með sívaxandi alþjóðaviðskiptum með matvæli, þar sem mikið framboð er frá mörgum löndum og samkeppni um athygli er mikil, er það áskorun fyrir íslenska framleiðendur að ná athygli og skapa sér sérstöðu í markaðsstarfi á erlendum mörkuðum. Vaxandi krafa er líka um gegnsæi og kaupendur vilja sjá hvaðan varan kemur og hvernig hún er framleidd.

Íslandsstofa ákvað því að ráðast í það verkefni að skoða hvort styrkja megi stöðu íslenskra matvæla í markaðssetningu á erlendum mörkuðum með vottunum og notkun á upprunamerkingum. Framkvæmd var greining sem miðar að því að veita íslenskum aðilum yfirsýn yfir það sem er í boði og auðvelda ákvarðanatöku um að fá vottun eða nýta upprunamerki í markaðssetningu. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður ásamt erindum frá íslenskum og erlendum aðilum í matvælageiranum sem greina frá sinni reynslu á þessum vettvangi.  

Dagskrá fundarins:

Notkun vottana og upprunamerkja í matvælageiranum: staðan og tækifærin

Oddný Anna Björnsdóttir kynnir helstu niðurstöður greiningarinnar. Megin tilgangurinn er að svara hvort valkvæðar vottanir og upprunamerkingar íslenskra afurða skili ávinningi í sölu á erlendum mörkuðum.

Nýting vottana og upprunamerkja í markaðs og sölustarfi - reynslusögur matvælafyrirtækja

  • Organic certification - fundamental for taste and quality 
    Jes Mosgaard, eigandi Mosgaard Whisky í Danmörku
  • Íslenskt upprunamerki – verndun afurðaheita
    Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb

Í hringborðsumræðum verða afmörkuð málefni rædd, tækifæri og hindranir, reynsla og svo verður í lokin dregin fram atriði eða verkefni sem Íslandsstofa mun taka mið af, og eftir atvikum koma á framfæri við aðra aðila til úrlausnar. Málefnin eru lífræn vottun, íslensk upprunamerki, sjálfbærni- og rekjanleikavottun og matvælaöryggis- og gæðavottanir. Niðurstöður umræðna munu nýtast í endanlegri skýrslu og leiðbeiningum sem Íslandsstofa mun gefa út.

Smelltu hér til að skrá þig.
 

Nánari upplýsingar um fundinn veita Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is og Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandsstofa.is, eða í síma 511 4000.