Þórdís Anna Gylfadóttir
Verkefnisstjóri, matvæli, sjávarúvegur og landbúnaður
Kristinn Björnsson
Verkefnisstjóri, matvæli, sjávarútvegur og landbúnaður
Jelena Ohm
Verkefnisstjóri, matvæli, sjávarútvegur og landbúnaður, * Í FÆÐINGARORLOFI *
Bryndís Eiríksdóttir
Verkefnisstjóri, matvæli, sjávarútvegur og landbúnaður
Áslaug Þorbjörg Guðjónsdóttir
Verkefnisstjóri, matvæli, sjávarútvegur og landbúnaður
Björgvin Þór Björgvinsson
Verkefnisstjóri, matvæli, sjávarútvegur og landbúnaður
Guðný Káradóttir
Forstöðumaður, matvæli, sjávarútvegur og landbúnaður

Hlutverk sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar er að:

 

Svið matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar vinnur að því að efla ímynd og orðspor Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra gæðaafurða úr sjávarútvegi og landbúnaði og kynna íslenska matarmenningu. Markmiðið er að auka verðmæti og gjaldeyrisöflun vegna sölu á afurðum úr þessum framleiðslugreinum. 

Stefna og framtíðarsýn: 

Lögð er áhersla á að sú þjónusta sem Íslandsstofa veitir á sviði matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar sé markviss og verkefnadrifin; áhersla er á skilgreind verkefni út frá skýrum markmiðum og langtímasjónarmiðum.

Sviðið hefur frumkvæði að því að leiða saman fyrirtæki og hagsmunaaðila í samstarf um markaðsverkefni og auka þannig slagkraft til kynningar á sameiginlegum hagsmunum útflytjenda.

Íslandsstofa vill vera virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi á sviði markaðssetningar íslenskra matvæla erlendis.

Tvö fagráð, sjávarútvegs og matvæla, eru bakland sviðsins og tengsla- og áhrifanet sem stuðlar að því að sviðið geti sem best sinnt hlutverki sínu í að kynna íslenskar afurðir, matvæli og matarmenningu á alþjóðavettvangi.

Helstu áherslur í markaðsstarfi:

Svið matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar ber ábyrgð á stefnumarkandi áherslum í markaðsverkefnum og kynningarstarfi erlendis á matvælaafurðum og matarmenningu Íslendinga og mótun verkefna á því sviði. Þetta felur m.a. í sér mótun á meginskilaboðum og skilgreina markhópa erlendis og vera leiðandi í samskiptum við þá.

Sviðið greinir tækifæri fyrir árangursrík kynningarverkefni fyrir íslenskar matvælaafurðir á erlendum mörkuðum í samráði við hagsmunaaðila.

Sviðið vinnur í samstarfi við fyrirtæki og hagsmunaaðila að því að kynna íslenskar sjávarafurðir á völdum áherslumörkuðum og að því að kynna matvæli og íslenska matarmenningu á erlendum vettvangi. Unnið er í samstarfi við svið ferðaþjónustu að kynningu gagnvart erlendum ferðamönnum sem koma til landsins.

Sviðið hefur frumkvæði að því að leiða saman hagsmunaaðila innanlands (framleiðendur, söluaðilar og stjórnvöld) og hagsmunaaðila/kaupendur erlendis til að taka þátt í sameiginlegum markaðsverkefnum. Sviðið er þannig virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi á sviði markaðssetningar erlendis á íslenskum matvælum og afurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi, þ.m.t. kynningu á íslenska hestinum á heimsvísu.

Við erum virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi á sviði markaðssetningar íslenskra matvæla erlendis.