Ingveldur Ásta Björnsdóttir
Verkefnisstjóri, iðnaður og þjónusta
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri, iðnaður og þjónusta/ráðgjöf og fræðsla
Andri Marteinsson
Forstöðumaður, iðnaður og þjónusta

Smiðjan, markaðsvefur útflutningsfyrirtækja styður við markaðssetningu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum og eykur trúverðugleika gagnvart erlendum viðskiptavinum. Fyrirtækin taka þátt í þróun vefsvæðisins með því að koma með tillögur að efni, miðla reynslu og deila upplýsingum um hvað eina sem styrkt getur stöðu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. 

Við vinnum með fyrirtækjum og hagsmunaaðilum að því að meta þarfir starfsgreinahópa varðandi erlenda markaðssókn og köllum innlenda jafnt sem erlenda sérfræðinga til ráðgjafar. Allt efni geta fyrirtæki notað í sínar eigin kynningar og er það aðgengilegt í Smiðjunni.

Vill fyrirtæki þitt vera með í Smiðjunni og taka þátt í uppbyggingu á öflugu vefsvæði? Hafa samband

Við hvetjum ykkur til að koma með ábendingar og tillögur að efni sem gæti átt  heima í Smiðjunni.