Ingveldur Ásta Björnsdóttir
Verkefnisstjóri, iðnaður og þjónusta
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri, iðnaður og þjónusta/ráðgjöf og fræðsla
Andri Marteinsson
Forstöðumaður, iðnaður og þjónusta

Hlutverk sviðs iðnaðar og þjónustu er að auka vitund, áhuga og eftirspurn erlendis eftir vörum, þjónustu og sérfræðiþekkingu íslenskra fyrirtækja. Við styðjum við markaðsstarf og kynnum lausnir þeirra fyrir erlendum aðilum. Við vinnum með fyrirtækjum og hagsmunaaðilum að því að meta þarfir starfsgreinahópa varðandi erlenda markaðssókn og köllum innlenda jafnt sem erlenda sérfræðinga til ráðgjafar. Við söfnum hagnýtum upplýsingum og framleiðum markaðsefni sem eykur trúverðugleika gagnvart erlendum viðskiptavinum.  

Lykilþáttur í starfi sviðsins er samvinna við atvinnulífið og stuðningsumhverfið, með aðstoð fagráðs iðnaðar og þjónustu.