Iðnaður og þjónusta

Íslandsstofa hefur það hlutverk að efla áhuga og eftirspurn erlendis eftir íslensku hugviti, vöru og þjónustu. Við vinnum markvisst að því að greina tækifæri, kortleggja markaði, móta verkefni og skilaboð í nánu samstarfi við atvinnulíf og stjórnvöld í þágu íslenskra útflutningsfyrirtækja.