Ferðaþjónusta og skapandi greinar

Íslandsstofa sinnir kynningu og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi. Markaðsstarfið miðar að laða til landsins erlenda gesti, bæta viðhorf og auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastað. Unnið er náið með markaðsstofum allra landshlutanna og fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Allt markaðsstarf fer fram undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa kynnir Ísland sem upprunaland skapandi greina og styður við kynningu á íslenskri menningu erlendis í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina.