Erlendar fjárfestingar

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu hefur það hlutverk að laða beina erlenda fjárfestingu til Íslands. Fjárfestingarsvið sinnir kynningar- og markaðsstarfi erlendis, meðal annars með rekstri upplýsinga- og markaðsvefsins www.invest.is, greiningum á samkeppnisstöðu og styrkleikum Íslands, þjónustu við erlenda fjárfesta og á samstarf við stjórnvöld vegna stefnumótunar um beina erlenda fjárfestingu og leiðir til að bæta samkeppnishæfni Íslands og stjórnsýslu.